Arion banki og eigendur skuldabréfaflokks Skipta, móðurfélags m.a. Símans, Mílu og Skjásins, hafa samþykkt að taka þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Hluta skulda verður breytt í hlutafé. Því til viðbótar liggur fyrir lánsloforð til að endurfjármagna forgangslán fyrirtækisins.

Greint var frá því seint í janúar síðastliðnum að fjárhagsleg endurskipulagning Skipta væri hafi og væri leitað samstarfs við lánardrottna.

Í tilkynningu frá Skiptum er haft eftir forstjóranum Steini Loga Björnssyni að með samkomulaginu sé mjög stórum áfanga náð í endurskipulagningu fjárhags féalgsins. Félagið hafi nú tvo mánuði til að ganga formlega frá öllum málum því tengdu.

„Skipti hf. geta því horft björtum augum fram á við og haldið áfram öflugri uppbyggingu á fjarskiptainnviðum og fjarskiptakerfum,“ segir hann.