Steinar Holden, hagfræðiprófessor við Háskólann í Osló segir að verði launahækkanir miklar leiði það til þess að samkeppnishæfni fyrirtækja veikist. Í samtali við fréttastofu RÚV , segir Holden, sem hefur verið formaður nefnda sem fjallað hafa ítarlega um launamyndun í Noregi að hans fyrsta ráð hans sé að Íslendingar eigi að forðast of miklar launahækkanir.

„Ef launahækkanir eru miklar leiðir það til þess að samkeppnishæfni fyrirtækja veikist, að minnsta kosti að Seðlabankinn hækkar vexti og það getur orðið til þess að íslenska krónan styrkist," segir Steinar Holden. Hann segir að þetta geti skapað erfiðleika í hagkerfinu sem að lokum allir tapi á. Hann bendir á að það verði alltaf ágreiningur um launin. Öllum finnist þeir fá lægri laun en aðrir.

„Það er mjög óheppilegt ef baráttan um um launin leiði til þess að launahækkanir verði of miklar því allir munu tapa á því," segir Steinar Holden. Hans ráð til Íslendinga er að reyna að koma í veg fyrir að ágreiningurinn um launin, allir á móti öllum, verði til þess að laun hækki samanlagt of mikið.