Netverslun í Bretlandi fyrir þessi jól virðist hafa gengið einstaklega vel og ef marka má frétt í netútgáfu The Guardian þá gæti hún hafa aukist um allt að 50% frá síðasta ári.

Ef það gengur eftir er ljóst að netverslun hefur farið verulega framúr spám sérfræðinga segir IMRG en þeir taka saman upplýsingar um netverslun. ?Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um stöðu mála fyrr en 15. janúar en það sem við höfum séð til þessa bendir til þess að aukningin sé á milli 45 til 50%,? segir James Roper sérfræðingur hjá IMRG. Það þýðir að salan á netinu á síðustu 10 vikum fyrir jól hafi numið um 7,5 milljörðum punda eða ríflega eitt þúsund milljörðum króna. Það er um 500 milljónum punda meiri sala en IMRG gerði ráð fyrir.

Þessi mikla sala á netinu gæti að hluta útskýrt minnkandi sölu í götuverslunum helstu borga Englands en framan af jólasölunni voru menn að óttast að hún yrði minni en í fyrra. Nú eru sjérfræðingar aftur á móti farnir að spá því að jólasalan komi ágætlega út, í það minnsta í flestum verslunum.

Fyrirtækið Verdict tekur saman yfirlit um verslun og spáir nú 2,7 til 2,8% meiri jólasölu en í fyrra.