Verð á léttvíni getur verið rúmlega 400% hærra á veitingastað en í vínbúðum. Þetta sýnir könnun fréttastofu Stöðvar tvö . Athugað var verð á ellefu tegundum af léttvíni á fjórum veitingastöðum í borginni en ekki fylgir sögunni um hvaða staði er að ræða. Lægsta álagningin á þessum stöðum var 194% en fimm tegundir voru með um og yfir 400% álagningu.

Þannig kostar til dæmis Lagunialla Gran Reserva í vínbúðum 2.999 krónur en 11.500 krónur á veitingastað. Rauðvínsflaska sem kostar 1.599 krónur í vínbúð fékkst á veitingastöðum fyrir 5.400 krónur og má svo telja áfram.