Enn  liggur  ekkert  fyrir  um  það  hvort  álver  verður  reist  í  Helguvík  þótt  líkurnar  á  álveri  í  bráð  séu  nú  minni  en  meiri.

Í  desember  sl.  komst  gerðardómur  að  þeirri  niðurstöðu  að  raforkusamningur  Norðuráls  og  HS Orku,  vegna  sölu  á  orku  til  ál- versins, væri enn í gildi og þar með  væri  HS  Orku  skylt  að  afhenda  Norðuráli  orku  til  álvers  í  Helgu vík. F

yrirvarar  í samningnum eru  þó margir  og  enn  er  deilt  um  þá.  Orkuveita Reykjavíkur á einnig að- ild að raforkusamningnum.

Þeir Ragnar Guðmundsson,  forstjóri Norðuráls, og Júlíus Jónsson,  forstjóri HS Orku, fóru um miðjan  janúar  sl.  á  fund  í  höfuðstöðvum  Century  Aluminum,  móðurfélags  Norðuráls,  í  Bandaríkjunum  þar  sem viðræðum milli félaganna var  haldið  áfram.  Til  stóð  að  niður- staða lægi fyrir eftir þann fund en  annað  kom  á  daginn.

Samkvæmt  heimildum Viðskiptablaðsins mun  það að öllum líkindum skýrast um  miðjan mánuðinn  hvort  framhald  verður á þeim viðræðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.