Steinþór Jónsson, eigandi Hótels Keflavíkur, vill þjóna bæði nærsamfélaginu sem og erlendum ferðamönnum á sínu hóteli. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ og nærsamfélögum hafa tekið bæði hótelinu og veitingastaðnum hans vel.
„Það eru ekkert mörg ár síðan enginn hafði trú á því að svona starfsemi mynda ganga upp í Keflavík. Við viljum að aðstaðan hjá okkur sé ekki bara fyrir erlenda gesti, heldur líka fyrir nærsamfélagið. Við höfum meðal annars horft til Sporthússins um mögulegt samstarf til að veita viðskiptavinum þeirra aðgang hjá okkur.“
Steinþór bendir á að erlendir ferðamenn komi til Íslands í nokkra daga í senn en heimamenn eru á svæðinu 365 daga ársins. Rúmlega 60-70% af heildarveltu KEF Restaurant komi frá heimamönnum og segir hann það mjög sérstakt á hótelum sem eru á svæðum þar sem margt er um að velja.

Fjallað er málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.