Wall Street
Wall Street
© Getty Images (Getty)
Mikil spenna ríkir á hlutabréfamarkaði vestanhafs eftir að Standard & Poor's lækkað lánshæfi Bandaríkjanna á föstudaginn. Óttast er að viðbrögð lækkunarinnar komi fram í hlutabréfaverði í dag. Framvirk viðskipti benda til að breytingar á helstu vísitölum í Bandaríkjunum verði neikvæðar þegar markaðir opna klukkan 13:00 að íslenskum tíma.

Talið er að S&P 500 vísitalan muni lækka um 2,48% við opnun markaðar, Nasdaq vísitalan lækki um 2,48% og Dow Jones lækki um 1,86% m.v. spá klukkan 12:00 á íslenskum tíma.