„Við vildum ekki lengur selja tíma okkar heldur skapa virði og búa eitthvað til. Við fórum að velta hlutunum fyrir okkur í nokkur ár. Niðurstaðan varð tæki sem mælir ál í kerjum álvera í rauntíma,“ segir Karl Ágúst Matthíasson, frumkvöðull og einn þriggja stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins DT Equipments (DTE). Allir höfðu þeir unnið lengi við ráðgjöf og verkefnastjórn fyrir álgeirann hjá Verkís þegar þetta var.

Karl lýsir tilurð fyrirtækisins á þann veg að samstarfsfélagar hans hjá DTE hafi unnið saman með HRV Engineering, ráðgjafarfyrirtækis verkfræðistofanna Verkís og Mannvits. Karl og hinir tveir höfðu þá um nokkurra ára skeið unnið mikið fyrir Norðurál við hönnun og innleiðingu á búnaði. Nú fannst þeim tími til að fara alla leið á eigin vegum og framleiða skilvirkari og betri búnað í eigin nafni. Þeir töluðu við sína menn hjá Verkís og fengu ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá verkfræðistofunni til að vinna við uppfinningu sína.

Meira um málið í Viðskiptabaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .