Heimsmarkaðsverð á áli hefur verið að stefna upp á við að nýju undanfarna daga og stendur nú í um 2.115 dollurum tonnið. Hefur þetta ýmis áhrif hérlendis, m.a. á afkomu Landsvirkjunar, en orkuverð til álvera er bundið markaðsverði.

Verðið komst yfir 2.200 dollara í janúar en undir janúarlok tók verðið að falla nokkuð ört og var komið niður í 1.950 dollara tonnið þann 8. febrúar. Síðan fór það að stíga á ný. Ólíklegt er þó talið að verðið nái þeim hæðum á næstu árum sem það fór hæst í um 3.200 dollara tonnið í júní 2008.