*

fimmtudagur, 28. janúar 2021
Erlent 10. júlí 2020 18:10

Amazon segir starfsfólki að eyða TikTok

Amazon hefur beðið starfsfólk sitt um að eyða TikTok af öllum tækjum sem hafa aðgang að Amazon netföngum.

Ritstjórn
epa

Tæknirisinn Amazon sendi töluvupóst á starfsfólk sitt fyrr í dag þar sem það var beðið um að eyða samfélagsmiðlinum TikTok af símum sínum vegna öryggisástæðna. New York Times segir frá

Í tölvupóstinum segir að starfsmenn þurfi að eyða smáforritinu af öllum tækjum sem hafa aðgang að Amazon netföngum. Til þess að halda aðgangi að netföngunum þyrftu starfsmennirnir að eyða forritinu í dag, segir í skilaboðunum. Þó mega þeir halda aðgangi sínum að samfélagsmiðlinum í gegnum tölvuvafra. 

TikTok, sem hefur notið gríðarlega vinsælda að undanförnu, er í eigu kínverska tæknifyrirtækisins ByteDance sem hefur verið undir smásjá bandarískra stjórnvalda vegna mögulegrar tengingar við kínversk stjórnvöld. 

Fyrr í vikunni tilkynnti ByteDance að það myndi fjarlægja TikTok úr netverslunum í Hong Kong vegna nýrra þjóðaröryggislaga

Stikkorð: Amazon TikTok ByteDance