Bandaríska kreditkorta- og ferðaþjónustufyrirtækið American Express (AMEX) hefur nú fengið viðskiptabankaleyfi hjá bandarískum yfirvöldum.

Talsmaður AMEX segir í samtali við fréttavef Reuters að félagið hafi um nokkurt skeið íhugað að sækja um viðskiptabankaleyfi. Þetta muni gera félaginu kleift að taka á móti inneignum viðskiptavina auk þess að hafa aðgang fjármagni frá Seðlabanka Bandaríkjanna.

Fram kemur í frétt Reuters að Seðlabanki Bandaríkjanna hafi veitt AMEX leyfi til að stunda bankaviðskipti vegna þeirra óvenjulegra aðstæðna sem nú eru á mörkuðum.

AMEX hefur ekki farið varhluta af þeim aðstæðum en samkvæmt tölum frá félaginu hefur vanskilum viðskiptavina fjölgað um 30% það sem af er ári. Félagið tilkynnti í lok september að til stæði að segja upp um 10% starfsmönnum eða um sjö þúsund manns.

Þá er rétt að minna á að fjárfestingabankarnir Goldman Sachs og Morgan Stanley hafa báðir fengið leyfir yfirvalda til að gerast viðskiptabankar.