Fréttaskýringavefurinn AMX opnaði í vikunni á vefslóðinni amx.is .

Í tilkynningu frá eigendum kemur fram að vefurinn er fyrsti sérhæfði fréttaskýringavefurinn hérlendis.

„Á vefnum er höfuðáhersla lögð á miðlun frétta og greinargóðar fréttaskýringar á málefnum líðandi stundar í viðskiptum, efnahagsmálum og stjórnmálum,“ segir í tilkynningunni.

„Ritstjórnarstefna vefsins byggist á borgaralegum gildum og er ritstjórn óháð stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum en tekur afstöðu til málefna á grunni hugmynda um frelsi einstaklingsins.“

Ritstjórar AMX eru Óli Björn Kárason og Jónas Haraldsson.

Eigandi vefsins er einkahlutafélagið Straumröst ehf. en að því standa Arthúr Ólafsson, Friðbjörn Orri Ketilsson, Jónas Haraldsson og Óli Björn Kárason.

Rétt er að taka fram að Óli Björn er fyrrverandi eigandi og ritstjóri Viðskiptablaðsins og Jónas einnig fyrrverandi ritstjóri.