Apple hyggst gera umtalsverðar breytingar á persónuverndarstefnu sinni á næstu mánuðum, þrátt fyrir mótbárur Facebook. WSJ greinir frá.

Apple hyggst í vor bjóða notendum sínum þann kost að takmarka í meira mæli möguleika forrita til að fylgjast með stafrænum fótsporum notenda. Þannig þurfi notendur að gefa leyfi sitt fyrir því að forrit geti fylgst með þeim á tækjum frá Apple í gegnum svokallaða auglýsinga auðkenni, sem nýtt hafa verið í persónusniðnar auglýsingar.

Apple hefur á undanförnum árum í auknum mæli verið að herða á persónverndarstillingum sínum í iPhone. Átökin á milli fyrirtækjanna má að einhverju leyti skýra með því að Apple er ekki jafn háð auglýsendum og Facebook. Enda er sala tölvubúnaðar á borð við snjallsíma, tölva og snjallúra hjartað í starfsemi Apple á meðan Facebook lifir á auglýsingatekjum.

Mark Zuckerberg lét hafa eftir sér að Apple ógnaði í auknum mæli viðskiptalíkani Facebook. Þá sakaði Zuckerberg Apple um einokunartilburði. Facebook var nýlega stefnt af bandarískum eftirlitsaðilum af ástæðu.