*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 28. október 2014 16:01

Andlát: Ingjaldur Hannibalsson

Prófessor Ingjaldur Hannibalsson lést síðastliðinn laugardag, 62 ára að aldri.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Ingj­ald­ur Hanni­bals­son pró­fess­or við Há­skóla Íslands varð bráðkvadd­ur á heim­ili sínu í Reykja­vík laug­ar­dag­inn 25. októ­ber, 62 ára að aldri.

Ingj­ald­ur lauk stúd­ents­prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1971, prófi í eðlis­fræði og stærðfræði frá HÍ árið 1974, M.Sc. prófi 1975 og Ph.D. prófi árið 1978 í iðnaðar­verk­fræði frá Ohio State Uni­versity. 

Árið 1978 hóf Ingjaldur stunda­kennslu við Há­skóla Íslands og varð fa­stráðinn dós­ent árið 1982. Á ní­unda ára­tugn­um sinnti hann öðrum störf­um og var m.a. for­stjóri Iðntækni­stofn­un­ar, for­stjóri Álafoss og fram­kvæmda­stjóri Útflutn­ings­ráðs Íslands. Árið 1993 byrjaði hann í fullu starfi við Há­skóla Íslands og varð pró­fess­or við Viðskipta- og hag­fræðideild árið 1997.

For­eldr­ar Ingjalds voru Hanni­bal Valdi­mars­son og Hólm­fríður Ingj­aldsdótt­ir.