Þegar myndlistarmaðurinn Steingrímur Eyfjörð varð sextugur fékk hann póstkort með mynd af höggmynd af goðsagnaverunni Medúsu eftir Einar Jónsson. Á kortinu má lesa ártalið 1904 sem gefur til kynna að Einar var þrjátíu ára þegar hann gerði verkið, helmingi yngri en Steingrímur er núna en Einar dó sama ár og Steingrímur fæddist.

„Er eitthvað þarna sem stemmir við verkið?“ er spurt í texta sem Steingrímur lætur fylgja sýningunni Medúsusem var opnuð í síðustu viku í Týsgalleríi.

„Þessi sýning varð eiginlega til þegar ég fékk þetta afmæliskort,“ segir Steingrímur um tilurð sýningarinnar þegar við ræðum hana yfir kaffibolla í smáum húsakynnum gallerísins við Týsgötu í miðbæ Reykjavíkur. „Ég fór eitthvað að hugsa um hugmyndina um Medúsu og ákvað að vinna svona verk þar sem ég tek fyrir bæði hugmyndina og styttuna sjálfa. Þannig verður þetta bara til. Þetta er í raun einhvers konar andrannsókn – þetta er ekki rannsókn, bara listaverk.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.