© Aðsend mynd (AÐSEND)

Andri Sveinsson og Kristján G. Jóhannsson hafa tekið sæti í stjórn nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis. Fyrirtækið nýtir fiskiroð til að þróa meðferðarúrræði fyrir vefjaskaða. Það gerði nýverið samning við erlendan aðila um dreifingu á vöru til meðhöndlunar á þrálátum sárum.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fram kemur í tilkynningu frá Kerecis að Andri eigi langan feril að baki innan fjármálageirans. Hann er m.a. meðeigandi í Novator, félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, og hefur verið bankaráðsmaður í Landsbankanum, stjórnarmaður í Straumi og Actavis.

Kristján er stjórnarformaður hraðfrystihússins Gunnvarar.