*

fimmtudagur, 5. ágúst 2021
Erlent 26. maí 2021 12:49

Andsnúnir tillögum um afnám einkaleyfa

Bóluefnaframleiðendur eru ósáttir með tillögu um afnám einkaleyfa á COVID-19 bóluefnum og segja að það skapi meiri samkeppni eftir hráefnum.

Ritstjórn
Lyfjaiðnaðurinn segir einkaleyfin ekki vera vandamálið.
epa

Framleiðendur COVID-19 bóluefna eru andsnúnir tillögum um tímabundið afnám einkaleyfa á COVID-19 bóluefnum og þrýsta nú á lönd að láta af afnáminu. Japan og Þýskaland eru á meðal þeirra landa sem eru andsnúin tillögunni. Wall Street Journal greinir frá.

Eftir að bandarísk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við tillögu um tímabundið afnám einkaleyfa fyrir COVID-19 bóluefni hefur lyfjaiðnaðurinn veitt löndum sem eru andvíg tillögunni, líkt og Japan og Þýskalandi, sinn stuðning. Framleiðendur hafa sagt að afnám einkaleyfa muni ekki leiða til meiri framleiðslu á bóluefnum í bráð og muni eingöngu leiða til skorts á nauðsynlegum hráefnum. Lyfjaframleiðendur hafa þess í stað lofað þróunarríkjum fleiri skömmtum af bóluefnum, 

Þróunarlönd hafa einn helst stutt afnámið en tillagan var lögð fram af Suður-Afríku og Indlandi í október á síðasta ári. Alþjóðaviðskiptastofnun, sem mun funda í nóvember, hefur heimild til að afnema einkaleyfum á bóluefnum ef öll 164 aðildarríki þess samþykkja tillögu þess efnis. Talið er að bandarísk stjórnvöld hafi verið að bregðast við þrýstingi um að senda fleiri skammta úr landi þegar að þau gáfu tillögunni sinn stuðning.

Lyfjaiðnaðurinn vonast til þess að takmörkunum á útflutningi bóluefna verði aflétt áður en fundurinn verður svo hægt sé að senda fleiri skammta til þróunarlanda, sem hafa orðið einna verst fyrir barðinu á heimsfaraldrinum. Þá vona bóluefnaframleiðendur einnig að þeir hafi náð að senda út nógu marga skammta til þróunarríkja þá svo að ekki verði þörf fyrir afnám á einkaleyfum. 

Stikkorð: bóluefni Covid-19