Ítalski fataframleiðandinn Benetton fer ekki hefðbundnar leiðir í auglýsingum og hafa margar auglýsingar fyrirtækisins farið fyrir brjóstið á mörgum. Núna tekur Benetton mjög hugað skref með því að reyna að vekja athygli með því að láta þekkta þjóðar- og trúarleiðtoga kyssast. Barack Obama er sýndur kyssa Hu Jintao, leiðtoga Kínverja og Hugo Chávez leiðtoga Venezuela. Einnig sýnir ein auglýsingamyndin Angelu Merkel kyssa Nicolas Sarkozy.

Benetton Unhate
Benetton Unhate
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Með þessu ætlar Benetton að fá ókeypis auglýsingu í gegnum mikla dreifingu á netmiðlum en herferðin ber heitið "Unhate".

Herferðin verður einnig birt í prentmiðlum á borð við Newsweek, New York Magazine og Monocle. New York Times neitaði að birta auglýsinguna samkvæmt frétt Wall Street Journal.

Hér má lesa frétt í Wall Street Journal.

Páfinn í sleik, Benetton
Páfinn í sleik, Benetton
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Vatíkanið á Ítalíu er ekki mjög sátt við þessa mynd.