Tískufyrirtækið Tommy Hilfiger hefur samþykkt að selja reksturinn til fjárfestingasjóðsins Apax Partners í viðskiptum sem nema 1,6 milljörðum Bandaríkjadala, segir í tilkynningu til kauphallarinnar í New York.

Kaupverðið er 5% hærra en lokagengi bréfa félagsins, eða á 16,8 Bandaríkja dali á hlut. Hins vegar verðmeta sérfræðingar Tommy Hilfiger á 20 dali á hlut og lækkuðu bréf félagsins í kjölfarið á föstudaginn, en tilkynnt var um kaupin á fimmtudaginn síðastliðinn.

Stofnandi félagins, Tommy Hilfiger, verður áfram aðalhönnuður fyrirtækisins.

Apax-fjárfestingasjóðurinn var í hópi fjárfesta sem keyptu bresku matvöruverslunarkeðjuna Somerfield, ásamt Kaupþingi banka. Baugur neyddist til að hætta þáttöku vegna Baugsmálsins. Somerfield var keypt rúmlega milljarð punda.