*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 12. júní 2014 13:41

App Bjarkar í safneign MoMA

Biophilia app Bjarkar verður fyrsta appið sem fer í safneign listasafnsins í New York.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Biophilia app tónlistarmannsins Bjarkar Guðmundsdóttur er fyrsta app sem tekið er inn í safneign MoMA, nýstlistasafnsins í New York. Þetta er kemur fram á vef MoMA.

Biophilia app og tónlistarplata með gagnvirkri grafík, teikningum og tónlist, sýnir fram á áhuga Bjarkar á samvinnu með ekki einungis listamönnum, verkfræðingum og tónlistarmönnum, heldur einnig með frábærum teiknurum. 

Þegar notendur opna forritið mæta þeir vetrarbraut með tíu lögum í mynd bjartra, litríka stjarna. Með því að snerta stjörnuna hefst smá app fyrir hvert lag þar sem notendur geta bæði hlustað og tekið virkan þátt í laginu.

Nánar má lesa um appið á vef MoMA.