*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Erlent 8. janúar 2021 10:51

Apple í rafbílaframleiðslu?

Hyundai og Apple eiga í viðræðum um að hefja samstarf við framleiðslu á rafbílum og rafhlöðum.

Ritstjórn
epa

Suður-Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai á í viðræðum við Apple um að hefja samstarf við framleiðslu á rafbílum og rafhlöðum í slík farartæki. Eftir að fjölmiðlar hófu að fjalla um málið staðfestu forsvarsmenn bílaframleiðandans viðræðurnar og tók fram að þær væru á frumstigi. Í kjölfar þessa rauk hlutabréfaverð Hyundai upp um 25%. Reuters greinir frá.

Í síðustu viku var greint frá því að Apple ætlaði að prófa sig áfram í sjálfsaksturstækni og stefndi á að framleiða sjálfakandi bíla sem yrðu knúnar áfram af rafhlöðum frá Apple.

„Apple og Hyundai eiga í viðræðum, en þær eru á forstigum og engin ákvörðun hefur verið tekin," segir í yfirlýsingu Hyundai. Apple hefur neitað að tjá sig um málið.

Stikkorð: Apple Hyundai rafbílar samstarf rafhlöður