Fyrsta Apple tölvan sem var framleidd, af gerðinni Apple I, var seld á uppboði hjá Christie´s uppboðshaldaranum í London í gær.  Söluverðið var 133.250 pund eða 23,5 milljónir króna.  Sambærileg tölva seldist á 50.000 dali á ebay fyrir nokkrum mánuðum.Steve Wozniak, einn af stofnendum Apple var viðstaddur uppboðið.

Apple I var aðeins framleidd í 200 eintökum árið 1976 og kostaði 666,66 dali, sem eru um 2.594 dalir í dag þegar tekið hefur verið tillit til verðbólgu.

Kaupandinn er ítalskur kaupsýslumaður, Marco Boglione að nafni.  Ástæða kaupanna er ást Boglione á tölvum.