Hiti færist í tónstreymisamkeppnina eftir að Tim Cook forstjóri Apple sagði frá því í gær að 6,5 milljónir notenda væru skráðir fyrir mánaðargjaldi hjá nýrri þjónustu þeirra, Apple Music.

Í raun hefur þjónustan um 15 milljónir notenda, en 8,5 þeirra eru aðeins á 90 daga prófunaraðgangi og eru því ekki kaupendur sem slíkir.

Að sögn greiningaraðila eru þessar tölur sláandi fyrir streymisfyrirtækið sænska Spotify, sem hefur verið leiðandi á 7 ára gömlum markaði með 20 milljónir skráðra notenda. Apple tekst að sanka að sér heilum þriðjungi notenda Spotify á þessu skammliðna þriggja mánaða tímabili.

Cook sagði frá þessari nýju tölfræði á ráðstefnu á Laguna Beach í Kaliforníu, en þetta er í fyrsta sinn sem tölur berast frá fyrirtækinu síðan þjónustan var nýkomin í loftið.

Greiningarfólk hefur látið þau orð falla að Spotify þurfi að hafa varann á, og að innan svo lítils sem árs, ef Apple heldur áfram á þessari braut. Þó ber að nefna að þrátt fyrir að Apple Music nálgist Spotify óðfluga hvað skráða notendur varðar, þá er Spotify með aukalegar 55 milljónir notenda sem hlusta frítt, en Spotify hefur af þeim auglýsingatekjur.