Tölvufyrirtækið Apple og tónlistarrisinn EMI tilkynntu í gær að þau hygðust fara í samstarf um sölu á höfundarvörðu efni án tæknihindrana og þar með freista þess að koma í veg fyrir minnkandi sölu á tónlist. Tæknihindranir á tónlist sem er keypt í gegnum netið hefur verið ein af meginstoðum baráttu tónlistarfyrirtækja gegn ólöglegu niðurhali, en slík vörn takmarkar möguleika á að hlusta á þá tónlist sem hlaðið er niður af netinu.

Tónlist sem er gefin út af EMI mun verða boðin föl gegnum iTunes án takmarkana en gæðin verða mun meiri en á þeirri tónlist sem er seld með tæknihundrunum.