Bandaríski tæknirisinn Apple hefur staðfest að hann muni verja 1,9 milljón Bandaríkjadala í byggingu tveggja gagnavera í Evrópu. Reuters greinir frá þessu.

Apple segir að gagnaverin verði keyrð algjörlega á endurnýjanlegri orku en þau munu verða staðsett í Írlandi og Danmörku. Er þeim ætlað að keyra netþjónustu Apple, en þar á meðal má nefna iTunes Store, App Store, iMessage, Maps og Siri.

Írska ríkisstjórnin hefur staðfest að Apple muni verja um 850 milljónum dala í gagnaverið þar í landi, sem þýðir að bygging gagnaversins í Danmörku mun kosta um milljarð dala. Er búist við að þau hefji starfsemi árið 2017.

„Þessi þýðingarmikla fjárfesting er stærsta verkefni fyrirtækisins í Evrópu hingað til,“ segir Tim Cook, forstjóri Apple.