Tæknirisinn Apple skilaði í gær uppgjöri fyrir fjórða rekstrarársfjórðung. Um 26,9 milljónir iPhone snjallsíma voru seldir og um 14 milljónir iPad spjaldtölvur einnig. Aukningin nemur um 58% og 26%. Greiningaaðilar vestanhafs bjuggust við að sala á iPad spjaldtölvum yrði meiri.

Tekjur félagsins jukust um 27% í samanburði við sama ársfjórðung árið áður og hagnaðurinn var 24% meiri. Sölutölur dugðu þó ekki til að kæta fjárfesta og lækkuðu bréf í Apple lítillega í viðskiptum eftir birtingu uppgjörsins í gær.