Tæknirisinn Apple hefur samið við kínverska símafyrirtækið China Mobile um sölu iPhone þar í landi. Viðskiptavinir China Mobile eru 760 milljón talsins og var fyrirtækið eitt af þeim fyrstu þar í landi sem fékk 4G leyfi fyrr í þessum mánuði.

Apple hefur verið að leita leiða til þess að auka markaðshlutdeild sína í Kína, stærsta snjallsímamarkaði í heimi, en fengið mikla samkeppni frá öðrum farsímaframleiðendum. Áætlað er að þessi nýi samningur muni hjálpa Apple að auka markaðshlutdeild sína.

Það er hægt að lesa meira um málið á vef BBC.