Olíuveldin við Arabíuskaga hafa á undanförnum árum tekið umfangsmikil skref í áttina að endurnýjanlegri orku.

Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa nú sett sér skýr markmið fyrir árið 2050 og ætla að fjárfesta um 163 milljörðum dala til þess að ná tilsettum markmiðum. Helsta markmiðið er að árið 2050 verði um helmingur allrar orku framleiddur á vistvænan hátt.

SAF er í áttunda sæti á lista Aljþóðabankans yfir þjóðir sem menga mest á mann. Katar, Kuwait og Bahrain eru þó ofar á listanum. Það mætti því segja að markið sé sett hátt.

Dubai og Abu Dhabi munu ryðja veginn í þessu umfangsmikla verkefni, en þar hefur nú þegar verið fjárfest í sólar og kjarnorku.