Áramót, áramótatímarit Viðskiptablaðsins, kom út í morgun. Þetta er fimmta árið í röð þar sem þetta veglega tímarit kemur út.

Efnistökin í tímaritinu eru um margt áhugaverð. Þar er að finna yfirlit yfir tölublöð Viðskiptablaðsins á árinu, 10 helstu innlendar og erlendar fréttir ársins, umfjöllun um þá aðila sem voru mest áberandi í fjölmiðlum á árinu og eins hvaða málefni var mest fjallað um en auk þess gera Huginn og Muninn upp árið með skemmtilegum hætti.

Þá er að finna viðtal við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, sem í ár er handhafi Viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins. Jafnframt er viðtal við Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóra Meniga, sem hlýtur Frumkvöðlaverðlaun Viðskiptablaðsins í ár.

En það eru fleiri áhugaverð viðtöl í blaðinu. Meðal annars er langt og ítarlegt viðtal við Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þar sem fjallað er um stjórnmálin í dag, möguleika Íslands í framtíðinni, leiðtogakreppu í Samfylkingunni auk þess sem Össur tjáir sig í fyrsta sinn í langan tíma um landsfund Samfylkingarinnar árið 2005 þar sem hann var undir í formannskosningu.

Jafnframt má finna viðtal við Þórunni Guðmundsóttur, lögmanns hjá Lex og fyrrv. formann Lögmannafélagsins og Peter Fellman, ritstjóra sænska viðskiptablaðsins Dagens Industri.

Auk annars efnis í blaðinu er:

  • Helstu mannabreytingar á árinu
  • Fréttaskýring um íslenskt sauðfé sem var stolið og flutt úr landi
  • Fréttaskýring um fjárhag sveitafélaganna
  • Landsbyggðin og bættar samgöngur
  • Stýrivaxtaannáll
  • Veldi fíkniefnabarónsins Pablo Escobar
  • Þróun vísitölunnar séð með augum nautnaseggsins
  • Raddir fyrirtækjanna
  • Tekjur og ferill Eiðs Smára
  • Tekjur íslenskra íþróttamanna
  • Bestu myndir Halldórs Baldurssonar
  • Erlend fréttaskýring um skuldavanda Evrópu
  • Umfjöllun um listaárið 2011 og bókamessuna í Frankfurt
  • Afþreyingariðnaðurinn á árinu
  • Viðskiptabækur ársins
  • Bílar árið 2011
  • Bílar þjóðarleiðtoga
  • Græjur ársins
  • Þess utan eru fjölmargri skoðanapistlar auk þess sem aðilar úr atvinnulífinu voru beðnir um að gera upp árið í stuttu máli.

Áramót - Forsíða tímarits Viðskiptablaðsins 2011.
Áramót - Forsíða tímarits Viðskiptablaðsins 2011.