Missagt er í Viðskiptablaðinu í dag að skuldir Árborgar við erlenda lánastofnanir næmu tæpum fimm milljörðum króna. Hið rétta er að heildarskuldir sveiatrfélagsins nema fimm milljörðum og það er ekki með neinar skuldir hjá erlendum lánastofnunum. Heildarendurfjármögnunarþörf Árborgar er árin 2012 til 2015 er talin vera 1,5 milljarður króna árin 2012 til 2015 að því er fram kemur í svari sveitarfélagsins við fyrirspurn innanríkisráðherra. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, segir að þar sé í reynd miðað við heildarlántökuþörf Árborgar og þá með fyrirhuguðum fjárfestingum.