Í gær lauk Arion banki skuldabréfaútgáfu í sænskum krónum. Samtals voru gefin út skuldabréf fyrir 275 milljónir sænskra króna, eða sem jafngildir um 4,2 milljörðum króna, til þriggja ára. Kemur þetta fram í tilkynningu til kauphallarinnar.

Bréfin bera breytilega STIBOR vexti að viðbættu 2,65% vaxtaálagi. Skuldabréfin voru seld til fjárfesta í Noregi, Svíþjóð og á meginlandi Evrópu. Pareto Securities sá um sölu skuldbréfanna. Bréfin eru gefin út undir EMTN skuldabréfaútgáfuramma Arion banka og verða þau skráð í kauphöllinni í Lúxemborg.