*

miðvikudagur, 28. október 2020
Innlent 6. júlí 2014 13:05

Arion lánar norsku skipafélagi

Arion banki lánar Havila Shipping norsku félagi sem sérhæfir sig í útgerð og rekstri þjónustuskipa fyrir olíuiðnaðinn.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Arion banki og norska skipafélagið Havila Shipping ASA undirrituðu nýverið samkomulag sem kveður á um lánveitingu Arion banka til Havila Shipping upp á 300 milljónir norskra króna.

Havila Shipping ASA er norskt félag sem sérhæfir sig í útgerð og rekstri þjónustuskipa fyrir olíuiðnaðinn. Fyrirtækið hefur yfir 30 ára reynslu á þessu sviði en saga félagsins nær lengra aftur eða allt til ársins 1904.

Félagið gerir út 27 skip af ýmsum tegundum og er eitt stærsta úthafsskipafélag Noregs. Mörg af stærstu olíufélögum heims eru meðal viðskiptavina Havila og er stærstur hluti flota félagsins leigður út til langs tíma til slíkra félaga. Skipafloti félagsins er að meðaltali nýlegur en 88% af flotanum eru yngri en frá árinu 2007.