*

mánudagur, 18. janúar 2021
Innlent 1. september 2016 11:01

Arnaldur Indriðason hagnast um 108 milljónir

Félagið Gilhagi ehf., sem er í eigu Arnaldar Indriðasonar, hagnaðist um 108 milljónir á síðasta ári.

Ritstjórn

Gilhagi ehf., sem er félag í eigu Arnaldar Indriðasonar rithöfundar, hagnaðist um 108 milljónir á árinu 2015. Hagnaður Gilhaga í fyrra nam 148 milljónum  og dregst því saman milli ára.

Hrein eign Gilhaga í árslok 2015 nam tæpa 736 milljónir.

Eigið fé fyrirtækisins 2015 nam tæpum 736 milljónir. Árið 2014 nam eigið fé Gilhaga tæpum 629 milljóna.

Handbært fé Gilhaga í lok árs 2015 var 505 milljónir, miðað við 466 milljónir á sama tíma í fyrra.

Greiddur var út arður á árinu 2016 fyrir rúma 31 milljón.

Hlutafé fyrirtækisins er allt í eigu Arnaldar Indriðasonar rithöfundar.