Arnar Ingi Ingvarsson og Ívar Þór Jóhannsson hafa bæst í eigendahóp CATO Lögmanna. Þá hafa þeir samhliða því sett upp nýtt bótasvið CATO Lögmanna, undir nafninu ÓHAPP slysa- og bótamál.

Arnar Ingi Ingvarsson útskrifaðist með meistarapróf og fullnaðarpróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012. Arnar öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2013.

Arnar Ingi hefur starfað hjá CATO Lögmönnum frá árinu 2011, en starfaði áður hjá JÁS lögmönnum og PACTA Lögmönnum. Helstu starfssvið Arnars eru skaðabóta-, vátrygginga-, kröfu- og félagaréttur.

Ívar Þór Jóhannsson útskrifaðist með meistarapróf og fullnaðarpróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012. Ívar öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2013.

Ívar Þór hefur starfað hjá CATO lögmönnum frá árinu 2012. Áður starfaði hann hjá Vátryggingafélagi Íslands í ábyrgðar og slysatjónum og hjá JÁS lögmönnum.  Helstu starfssvið Ívars eru skaðabóta-, vátrygginga- og stjórnsýsluréttur.