Arnar Jónsson hefur hafið störf sem stjórnsýsluráðgjafi hjá Capacent. Arnar mun taka þátt í að þróa og útfæra þjónustu Capacent fyrir opinbera aðila. Tilgangur þess er að mæta enn betur þeim kröfum og þörfum sem leiða af breyttu umhverfi opinbers rekstrar hérlendis.

Arnar er BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og með MA-gráðu í stjórnsýslufræðum frá Birmingham-háskóla. Hann starfaði sem stjórnsýsluráðgjafi hjá ParX frá stofnun þess fyrirtækis en hóf störf við ráðgjöf hjá PricewaterhouseCoopers árið 1998. Arnar var fagstjóri stjórnsýsluráðgjafar frá árinu 2000 og partner frá árinu 2006. Hann var sérfræðingur á fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins frá 1995-1998. Arnar er giftur Önnu Sif Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn.