Verktakafyrirtækið Arnarfell á Akureyri hefur verið úrskurðað gjaldþrota.

Fyrirtækið hefur undanfarnin misseri átt í verulegum fjárhagserfiðleikum, aðallega vegna stórra verkefna á Kárahnjúkasvæðinu. Vegagerðin tók um áramótin yfir framkvæmdir á vegum Arnarfells fyrir austan. Arnar Pálsson lögmaður hefur verið skipaður skiptastjóri þrotabúsins.

Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.