„Ég hef enga trú á því að þetta sé lagt fram í einhverri alvöru," segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hún er spurð út í þá skoðun Davíðs Oddsssonar Seðlabankastjóra að hafi einhvern tíma verið ástæða til að koma saman þjóðstjórn þá sé það nú. Fréttablaðið kveðst á forsíðu í dag hafa öruggar heimildir fyrir því að Davíð hafi látið ummæli í þessa veru falla á bankaráðsfundi og á ríkisstjórnarfundi í vikunni.

Arnbjörg telur líklegra að Davíð hafi verið að vísa til þess að nú þurfi menn að sína samstöðu. „Ég ætla ekki að leggja honum orð í munn en ég get ímyndað mér að það hafi verið bakgrunnurinn," segir hún. „Stundum nota menn orðið þjóðstjórn í einhverju spjalli þegar verið er að tala um stór mál, en eru þá að tala um samstöðu en ekki raunverulega þjóðstjórn."

Aðspurð segist Arnbjörg ekki telja neina þörf á þjóðstjórn.