Útgerðarmennirnir Árni Vilhjálmsson og Kristján Loftsson munu áfram fara með meirihlutavald í HB Granda þrátt fyrir að Arion banki leysi til sín þriðjungshlut Kjalars í útgerðarfélaginu. Árni er stjórnarformaður félagsins í dag. Líklegt er að það verði gert, eins og greint var frá í Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er ekki útilokað að þeir félagar kaupi a.m.k. hluta af hlut Kjalars í félaginu þegar hann verður seldur.

Nánar er fjallað um stöðu HB Granda í viðskiptablaðinu.