Fjármálaráðherrar Íslands á árunum 2004 til 2013 fóru samtals í 75 ferðir sem spönnuðu 282 daga. Árni Mathiesen fór í flestar ferðir eða 27 á árunum 2005 til 2008 á meðan Steingrímur J. Sigfússon fór í 26 ferðir á árunum 2009 til 2011. Samtals nemur heildarkostnaður allra ráðherranna 71 milljón króna á verðlagi ársins 2013. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Steingríms J. SIgfússonar.

Eins og búast má við þá er heildarkostnaður mestur hjá Árna Mathiesen sem fór í flestar ferðir. Heildarkostnaður við ferðir hans nam um 29,8 milljónir króna en heildarkostnaður Steingríms J. Sigfússonar nam 20,2 milljónum. Heildarkostnaður við ferðalög Geirs H. Haarde nam 11,8 milljónum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .