Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hætta í ríkissstjórn í viðamikilli uppstokkun í dag. Bæði ráðherrum og ráðuneytum er fækkað í hrókeringunum. Þá hættir Steingrímur J. Sigfússon sem fjármálaráðherra og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksmaður Samfylkingarinnar, taka við ráðuneytinu.

Nokkuð er um liðið síðan byrjað var að ræða um hugsanlega uppstokkun í ráðherraliðinu og hafa nöfn Jóns og Árna Páls oft verið nefnd.

Steingrímur mun taka við nýju atvinnuvegaráðuneyti en innan þess verður efnahags- og viðskiptaráðuneyti, auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

Ríkisstjórnarfundur
Ríkisstjórnarfundur
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)