Reykjanesbær hefur verið mikið í fréttum undanfarin ár og oftar en ekki með neikvæðum formerkjum. Atvinnuleysi í bænum er það mesta á landinu, meðallaun lág, menntunarstig líka og skuldastaða bæjarins þykir í hærra lagi.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir stöðu bæjarins þó vera vel viðunandi miðað við mörg önnur sveitarfélög. „Við gerum ráð fyrir að skila rekstrarhagnaði, fyrir afskriftir og fjármagnsliði, upp á 450 milljónir króna samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2011. Að teknu tilliti til afskrifta er niðurstaðan líka jákvæð upp á 100 milljónir króna. Við höfum tekið okkur verulega á í rekstrinum og það sést í áætlunum næsta árs. Þar stefnum við á að ná 450 milljóna króna niðurskurði.

_____________________________

Ítarlegt viðtal við Árna Sigfússon er að finna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðið. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .