*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Fólk 29. júlí 2020 10:44

Arnór stýrir áfram Menntamálastofnun

Arnór Guðmundsson hefur verið enduskipður sem forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára.

Ritstjórn
Arnór Guðmundsson

Arnór Guðmundsson hefur verið endurskipaður í embætti forstjóra Menntamálastofnunar til næstu fimm ára en þrír einstaklingar sóttu um starfið samkvæmt tilkynningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. 

Arnór hefur starfað undanfarin fimm ár sem forstjóri Menntamálastofnunar. Áður starfaði hann hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti sem skrifstofustjóri, þróunarstjóri og deildarstjóri.

Arnór Guðmundsson er með doktorsgráðu í félagsfræði frá University of Minnesota og BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Þá lauk Arnór diplómaprófi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Menntamálastofnun tók að fullu til starfa þann 1. október 2015. Starfsmenn stofnunarinnar eru 62 talsins samkvæmt vefsíðu hennar.