Orkuveita Reykjavíkur heldur ársfund sinn á morgun, fimmtudag. Fundurinn verður opinn og segir í tilkynningu á heimasíðu OR að það sé í fyrsta sinn sem fundurinn er opinn öllum. Það er gert til að auka gegnsæi í starfseminni og stuðla að upplýstri umræðu um málefni þess, segir OR.

Á fundinum verða kynntar áherslubreytingar í rekstri, skipulagi og þjónustu OR, drög að nýrri eigendastefnu fyrir fyrirtækið og staða úttektar eigenda á tildrögum fjárhagsvanda fyrirtækisins.

Ný stjórn OR var kosin í í gær. Í henni sitja Haraldur Flosi Tryggvason, Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.

Dagskrá ársfundar .