*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 3. nóvember 2016 11:35

Árvakur tapar 163,8 milljónum

Árvakur, móðurfélag Morgunblaðsins, tapaði 163,8 milljónum árið 2015. Tap Árvakurs eykst talsvert milli ára.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Árið 2015 nam tap samstæðu Árvakurs 163,8 milljónir, samanborið við 42,3 milljón króna tap árið áður.

Tekjur samstæðu Árvakurs námu tæpum 3,3 milljörðum árið 2015 samanborið við 3,23 milljarða árið 2014. Gjöld Árvakurs árið 2015 námu hins vegar 3,38 milljörðum og hætta lítillega milli ára en 2014 voru gjöld Árvakurs samstæðunnar 3,217 milljarðar.

Tap Árvakurs fyrir skatta nam 156,8 milljónum árið 2015 samanborið við 52,85 milljónum árið áður. Eignir Árvakurs voru metnar á 1,9 milljarða í árslok 2015, samanborið við 2,1 milljarð á sama tíma ári áður.

Eigið fé Árvakurs nam 854,6 milljónir í lok árs 2015, samanborið við rúmum milljarði í árslok 2014. Langtímaskuldir og skuldbindingar samstæðunnar námu 502,1 milljón, og lækka milli ára, en árið áður námu þær 535,7 milljónir.

Skammtímaskuldir samstæðufélags Árvakurs námu 582,7 milljónum og hækka þær frá 557,9 milljónum árið áður. Alls skuldaði samstæða Árvakurs rúman milljarð í lok árs 2015 sem er svipuð skuldastaða og árið áður.

Handbært fé í árslok var neikvætt um 105,5 milljónir en það var jákvætt árið áður - um 127,6 milljónir.

Í lok tímabilsins voru tveir hluthafar í félaginu, Þórsmörk ehf. og Legalis sf. Þórsmörk er með ráðandi hlut í félaginu. Stjórn félagsins lagði til að tap ársins verði flutt til næsta árs.

Stjórnarformaður er Sigurbjörn Magnússon. Framkvæmdastjóri er Haraldur Johannessen.

Stikkorð: Morgunblaðið Árvakur tap
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is