*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 9. apríl 2019 19:04

Ashley harðorður vegna falls Debenhams

„Fall Debenhams er ekkert minna en skandall fyrir þjóðina,“ segir Mike Ashley.

Ritstjórn
Mike Ashley er einnig eigandi Newcastle United.
epa

Mike Ashley, eigandi Sports Direct og knattpsyrnuliðsins Newcastle, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar greiðslustöðvunar Debenhams þar sem hann kallar eftir því að ferlið verði stöðvað. Ashley sparar ekki stóru orðin í yfirlýsingunni.

Kröfuhafar keðjunnar tóku yfir hana í gær eftir að yfirtökutilboði Ashley var hafnað. Auðjöfurinn átti 30 prósent hlut í keðjunni en í kjölfar tíðinda liðins sólarhrings hefur honum verið bolað út.

„Líkt og vant er þá aðhöfðust stjórnmálamenn og reglugerðasmiðir ekkert á meðan Róm brann,“ segir í yfirlýsingunni. „Umræddir aðilar eru álíka gagnlegir og teketill úr súkkulaði.“

Í yfirlýsingunni sakar Ashley stjórn Debenhams um að hafa kokkað yfirtöku kröfuhafa upp með vanhæfni sinni eða jafnvel með samsæri þess efnis.

„Fall Debenhams er ekkert minna en skandall fyrir þjóðina en auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir hann ef stjórnin hefði kosið að vinna með stærstu hluthöfunum í stað þess að hindra framgang þeirra,“ segir Ashley.

Stikkorð: Debenhams
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is