Alþýðusamband Íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja lýsa yfir algerri andstöðu við eftirlaunafrumvarpið sem nú er til meðferðar á Alþingi.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu félaganna.

„ASÍ og BSRB krefjast þess að Alþingi afnemi þegar forréttindi ráðherra, alþingismanna og æðstu embættismanna í lífeyrismálum og að sett verði lög um að þau verði þau sömu og hjá öðrum opinberum starfsmönnum," segir í yfirlýsingunni.