Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag í fyrsta skipti í sex daga og hækkaði MSCI Kyrrahafs vísitalan um 1,1% eftir að hafa lækkað um 4,5% síðustu fimm daga.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 1,5%, í Kína hækkaði CSI 300 vísitalan um 0,8%. Þá hækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 0,7 og eins hækkaði Straits vísitalan í Singapúr um 0,7. Þá hækkaði S&P 200 vísitalan í Ástralíu um 0,1%.