Markaðir í Asíu hafa lækkað töluvert í dag og er lækkunin rakin til þess að Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn Frakklands, Austurríkis og fleiri Evrópuríkja á föstudag. Nikkei vísitalan Japanska lækkaði um 1,43% og hin ástralska ASX vísitala lækkaði um 1,2%.

Á vef BBC er haft eftir sérfræðingum að búast megi við því að markaðir á þessu ári verði sveiflukenndir svo lengi sem vandi evrusvæðisins er óleystur.