Áslaug Eiríksdóttir hefur verið ráðin á hugbúnaðarsvið Azazo. Hún lauk BSc í bókasafns- og upplýsingafræði frá Danmarks Biblioteksskole árið 2005 og starfaði sem upplýsingafræðingur á bókasafni og í upplýsingaþjónustu Háskólans í Reykjavík frá 2005-2011.

Áslaug vann lokaverkefni sitt til meistaraprófs í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík í samvinnu við Azazo og mun hún útskrifast frá HR nú í júní.