Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Séð og heyrt. Hún tekur við starfinu í dag, þriðjudaginn 17. maí, en fyrsta blaðið undir hennar ritstjórn kemur út fimmtudaginn 26. maí nk.

Ásta hefur verið blaðamaður á Séð og heyrt frá því í ársbyrjun 2015. Hún er kennari að mennt og hefur einnig lokið meistaranámi í verkefnastjórnun, MPM, frá Háskólanum í Reykjavík.

Ásta var umsjónarmaður og handritshöfundur Stundarinnar okkar á RÚV á árunum 1997-2002.